INNSETNING DJÁKNA

25.9.2013

INNSETNING DJÁKNA Í BÚSTAÐAKIRKJU

Sunnudaginn 29. september verður Hómfríður Ólafsdóttir djákni sett inn í embætti djákna við guðsþjónustu KL. 14:00 í Bústaðakirkju, en vígsla hennar fer fram í Dómkirkjunni fyrir hádegi sama dag. Hólmfríður mun prédika í messunni og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng. Kór Bústaðakirkju, kantor Jónas Þór við hljóðfærið og prestur sr. Pálmi Matthíasson. Eftir messuna er öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Íbúar sóknarinnar og velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að koma og fagna þessum tímamótum en þetta er í fyrsta sinn sem djákni er ráðinn til Bústaðakirkju.