Jesús kyrrir storminn

29.1.2014
Í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju verður meðal annars sagt frá honum Sakkeusi sem hitti Jesú og lesið guðspjallið um það þegar Jesús kyrrir storminn. 
 
11:00 Barnamessa.
Í dag fáum við að heyra söguna um hann Sakkeus. Bára og Daníel leiða stundina og Jónas Þórir leikur af fingrum fram á flygilinn.
 
14:00 Guðsþjónusta
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar leiða bænir og lesa lestra. Jónas Þórir situr við orgelið og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.