Jóga og gongslökun í Bústaðakirkju

14.2.2020

Jóga Nidra djúpslökunverður alla fimmtudaga kl. 19. Opnir tímar frá 06.02 - 28.05, stakir tímar verð 2000 kr.

Kennari á námskeiðinu er Edith Ó. Gunnarsdóttir, hún er með B. Sc. í sálfræði og er að klára M. Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu. Hún er með kennararéttindi í Kundalini-, Hatha- og Yin/endurnærandi jóga og Jóga nidra djúpslökun. Hún er einnig með alþjóðleg réttindi í dáleiðslu og diplóma í jákvæðri sálfræði og er í framhaldsnámi í Kundalini jógafræðunum.

Hægt að skrá sig á hugarsetrid@gmail.com eða í s. 615-4700.

13. febrúar hefst námskeið í stólajóga, það verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-17:15 og einnig má sækja staka tíma. Verð fyrir námskeiðið er 9900 kr. og stakur tími 1900 kr.

Jóga fyrir 60+, oft kallað stólajóga, er námskeið þar sem við iðkum jóga sitjandi á stól í stað jógadýnu og er hugsað fyrir fólk sem finnst erfitt að sitja í jógastellingu á gólfi. Kennt er kundalini jóga sem felur í sér upphitun, röð æfinga, öndunaræfingar, slökun og hugleiðslu. Námskeiðið er upplagt fyrir fólk sem hefur áður talið að það gæti aldrei stundað jóga og er miðað við eldri borgara. Námskeiðið verður til að byrja með í 4 vikur.

Tímar í  gongslökun hefjast 18. febrúar og verða á þriðjudögum kl. 17:30-18:45. Tíminn hefst með upphitun og hugleiðslu, síðari hluti tímans er löng gongslökun.

Gongslökungetur hjálpað okkur að ná jafnvægi bæði í líkama, huga og andlega þegar frumurnar endurstilla sig í hljóðbylgjum gongsins. Þér verður unnt að brjótast út úr gömlum mynstrum, endurstilla þig og ná jafnvægi á ný eftir t.d. streitutímabil, áföll, óvænt álag eða slys. Það á sér stað þegar hljóðið finnur sér leið fram hjá huganum og fer beint í rót vandans. Ómur gongsins víbrar í öllum orkustöðvunum, fær þær til að vinna saman og leiðir þær til innbyrðis jafnvægis.

Kennari í námskeiði í stólajóga og gongslökun er Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir kundalini jógakennari sem hefur kennt jóga frá árinu 2014. Hún hefur lokið fimm framhaldsnámskeiðum í kundalini jóga og í tengslum við jóga heillaðist hún af hljómum og mætti gongsins og hefur sótt sjö námskeið í gongspilun. Guðrún spilar á tvö gong sem gerir kleift að gera hljóð gongsins enn magnaðri og upplifun dýpri.

Skráning og upplýsingar: gudrun@eilifdarsol.is og í síma 894 8779