Jólaprjónakaffi mánudaginn 16. desember kl. 20:00

13.12.2013

Það verður skemmtilegt og gefandi jólaprjónakaffi mánudaginn 16. desember kl. 20:00.

Góðir gestir koma í heimsókn; Anna Sigga syngur jólalög Mahaliu Jackson og lesið verður úr jólabókum og lesin jólasaga. Happdrættið góða með spennandi vinninga. Kvenfélagskonur slá í súkkulaði og kruðerí.

Verið með í gefandi félagsskap þar sem gleðin og kærleikurinn leggja grunninn.