Jólasöngvar fjölskyldunnar sunnudaginn 15. desember kl. 11:00

9.12.2013

Á sunnudaginn 15. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar í fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju kl. 11:00.

         Þetta er samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund.

         Börn úr Fossvogskóla flytja jólaguðspjallið í helgileik. Kennarar í skólanum hafa annast undirbúning og þátttaka nemenda verið almenn.

         Þessar samveru hafa verið fjölsóttar og kærkomin stund í erli jólanna til þess að setjast niður og hugleiða inntak aðventunnar og boðskap heilagra jóla.

         Látum jólasöngvana hljóma með allri fjölskyldunni og syngjum saman um frið og helgi hátíðarinnar.

         Athugið að þennan sunnudag er ein messa kl. 11:00.