Jólatónleikar 2012

4.12.2012

 

Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson hélt jólatónleika í Bústaðakirkju 8. desember sl. Þar komu fram auk Kristjáns:  Auður Gunnarsdóttir sópran og Þóra Einarsdóttir sópran. Kammerkór stúlkna í Bústaðakirkju undir stjórn  Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju sá um undirleik.
Þetta voru glaðlegir og gefandi tónleikar fyrir fullu húsi og ungu stúlkurnar í Kammerkór stúlkna stóðu sig með stakri prýði.