Kveðjumessa

26.9.2021

KVEÐJUMESSA Í BÚSTAÐAKIRKJU

EFTIR 32 ÁRA ÞJÓNUSTU.

Sr. Pálmi Matthíasson lætur nú af störfum sem sóknarprestur eftir 32 ára þjónustu í Bústaðakirkju og einnig Grensáskirkju í Fossvogsprestakalli.

Hann verður kvaddur í guðsþjónustu næsta sunnudag 26. september kl. 13:00.

Þar þjónar sr. Pálmi ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna.

Kammerkór Bústaðakirkju,  kantor Jónas Þórir og vinir bjóða upp á tónlistarveislu.

Það eru allir velkomnir til guðsþjónustunnar og eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar.

Sr. Pálmi var vígður í  Akureyrarkirkju árið 1977 og hefur verið sóknarprestur í 44 ár. Hann þjónaði Melstaðaprestakalli í Miðfirði í 5 ár. Það var hann kjörinn prestur í nýstofnuðu Glerárprestakalli á Akureyri og vann þar að byggingu Glerárkirkju og þjónaði einnig Miðgarðakirkju í Grímsey næstu 9 árin. En síðan 1989 hefur hann verið sóknarprestur í Bústaðaprestakalli og nú síðast Fossvogsprestakalli eftir sameiningu Bústaða- og Grensáskirkna í Fossvogsprestakall.