10.6.2020

Nú skiptum við yfir í kvöldmessur. Breytt snið og form í tali og tónum a sunudagskvöldum í allt sumar.Sunnudag 14. júní kl. 20:00 verður sannkölluð tónlistarveisla. Gréta Hergils sópran syngur við undirleik Matthíasar Stefánssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris kantors kirkjunnar. Sungnar verða Ave Maríur, Sveitin milli sanda og We will meet again sem Vera lynn gerði frægt á stríðshrjáðrum tímum og blés fólki í brjóst að öll él byrti upp um síðir. Messuþjónar aðstoða og lesa ritningarlestra, séra María Ágústsdóttir þjónar og stýrir guðsþjónustunni. Allir hjartanlega velkomnir.