KVÖLDMESSUR - KVÖLDMESSUR

6.5.2021

BÚSTAÐAKIRKJA

 

Kvöldmessur hefjast á sunnudaginn 9. maí kl. 20:00 og verður það messutíminn í sumar.

Þetta eru messur með fallegri og ljúfri tónlist og messuformið óhefðbundið.

Sr. Pálmi og kantor Jónas Þórir leiða stundina ásamt söngvara eða söngvurum úr Kammerkór Bústaðakirkju.

Þetta eru ljúfar og notalegar stundir í helgarlok og allir hjartanlega velkomnir.

Komum njótum, verum tillitssöm og verndum lífið.