Messuhald og allt félagsstarf í Bústaðakirkju

18.3.2020

Allt messuhald og félagsstarf fellur niður í Bústaðakirkju á meðan samkomubann er í gildi vegna covid-19 veirunnar. Það á við um  allt barna og unglingastarf, allt messuhald, fermingarfræðsla, eldriborgarastarf, prjónakaffi, foreldramorgnar og kórastarf. Við vonum að þetta gangi yfir á sem skemmstum tíma en þangað til höldum við okkur til hlés. Kirkjan verður opin á opnunartíma og hægt að koma þar við í spjall eða eiga stund í kirkjunni, eða kalla okkur til. Við minnum á símanúmerið okkar 5538500 og facebook síðuna. Það er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum facebooksíðuna okkar og tölvupóst. Póstföng okkar starfsfólks má finna hérna á heimasíðunni. Prestar og djákni veita sálgæsluviðtöl eftir umtali.  Símar hjá þeim eru,séra Pálmi Matthíasson 896 1111, séra Eva Björk Valdimarsdóttir 8223832 og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni 6981778. Guð veri með okkur öllum og förum varlega í einu og öllu, kærleikskveðja starfsfólk Bústaðakirkju.