Messur 27. janúar 2013

27.1.2013
Barnamessa kl. 11:00 
 
Söngur, fræðsla og gleði. Notaleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Foreldrar eru hvattir til þátttöku með börnunum.  Umsjón hafa Bára Elíasdóttir og Daníel Ágúst ásamt sóknarpresti.
 
Guðsþjónusta kl. 14:00.  
Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, organisti Antonía Hevesi. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson.
 
Lexía: 5Mós 8.7, 10-11, 17-18
Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land, inn í land með lækjum, lindum og uppsprettum sem streyma fram í dölum og á fjöllum,
Þegar þú hefur etið og ert orðinn mettur skaltu lofa Drottin, Guð þinn, fyrir landið góða sem hann hefur gefið þér. Gæt þess þá að þú gleymir ekki Drottni, Guði þínum, og hættir að hlýða boðum hans, ákvæðum og lögum sem ég set þér í dag.
Þú skalt ekki hugsa með þér: „Ég hef aflað þessara auðæfa með eigin afli og styrk handar minnar.“ Minnstu heldur Drottins, Guðs þíns, því að það var hann sem gaf þér styrk til að afla auðs til þess að standa við sáttmálann sem hann sór feðrum þínum eins og hann gerir enn í dag.
Pistill: 1Kor 3.10-15
Sem vitur byggingameistari hef ég lagt grundvöll eftir þeirri náð sem Guð hefur veitt mér en annar hefur byggt ofan á. En sérhver athugi hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun koma í ljós hvernig verk hvers og eins er. Dagurinn mun leiða það í ljós af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. Ef það fær staðist sem einhver byggir ofan á mun hann fá laun. En brenni það upp mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann komast af en þó eins og úr eldi.