MESSUR FERMINGARBARNA OG KIRKJUSTARFIÐ

2.2.2021

Heil og sæl öll.

 

Næstu þrjá sunnudaga, 7. febrúar, 14. febrúar og 21. febrúar verða messur fyrir fermingarbörn kl. 13:00.

 

Það er skyldumæting í minnst tvær af þessum þremur messum og þið veljið dagana en eruð líka velkomin í þær allar.

 

Á meðan 20 manna hámarkið fyrir fullorðna gildir getum við því miður ekki boðið allri fjölskyldunni með, nema systkinum undir 15 ára.

 

20 fullorðnir eru velkomnir og þá gildir með þessi 20 sæti,  fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Þetta verða einfaldar og vonandi líka skemmtilegar guðsþjónustur. Fræðsla verður um messuliði og form helgihaldsins.

Þetta er hluti af fermingarfræðslunni en kemur ekki í staðinn fyrir fermingarfræðslutímana sem eru áfram kl. 15.30 og 16:30 á miðvikudögum í Bústaðakirkju.

 

Við minnum líka á æskulýðsfundina í Grensáskirkju kl. 20 - 21.30 á fimmtudögum og takk fyrir að hafa verið duglega að sækja þá.

 

Tíu til tólf ára starfiðbyrjað á nýjan leik í Grensáskirkju kl. 14.30-15.30 á fimmtudögum.

 

Foreldrarmorgnareru á fimmtudögum kl. 10 – 12 í Bústaðakirkju

 

 

Sunnudagaskólinner í Bústaðakirkju kl. 11 á sunnudögum.

 

Gönguferðir eldri borgaraeru frá Bústaðakirkju á miðvikudögum kl. 13:00.

 

Í öllu starfinu gætum við að sóttvörnum og biðjum fullorðna að bera grímur.

 

Við eru að reyna að halda starfinu í gangi inan þeirra marka sem leyft er og biðjum ykkur að leggja okkur lið og skilning í þessum skýtnu aðstæðum sem nú hafa varað í nærtti heilt ár.

 

Biðjum fyrir því saman, að við komumst heil í gegnum þetta.

Kærleikskveðja úr kirkjunni þinni.