Messur sunnudaginn 10. nóvember. Barnamessa kl. 11:00 og almenn messa kl. 14:00

4.11.2013

Messur sunnudaginn 10. nóvember

 

Barnamessa klukkan 11:00

Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna.

Fræðsla söngur og lofgjörð.

 

Guðsþjónusta kl. 14:00

Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris.

Þetta er 24. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn.

Messuþjónar aðstoða og prestur er sr.Yrma Sjöfn Óskarsdóttir.

Molasopi og hressing eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Fyrri ritningarlestur er úr Davíðssálmi 39  versum 5 -8

„Lát mig, Drottinn, sjá afdrif mín
og hvað mér er útmælt af dögum.
Sjá, örfáar þverhendur hefur þú gert daga mína
og ævi mín er sem ekkert fyrir þér.
Andgustur einn eru allir menn. (Sela)
Sem tómur skuggi gengur maðurinn um,
gerir háreysti um hégómann einan,
hann safnar í hrúgur en veit eigi hver þær hlýtur.“
Hvers vona ég þá, Drottinn?
Von mín er öll á þér.

Þannig hljóðar hið heilaga orð

Síðari ritningarlestur er úr Fyrra Korintubréfi  15. kafla versum 21 –28

Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist. En sérhver í sinni röð: Kristur er frumgróðinn, næst koma þeir sem játa hann þegar hann kemur. Síðan kemur endirinn er Kristur selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gert sérhverja tign, sérhvert veldi og kraft. Því að Kristur á að ríkja uns hann hefur lagt alla fjendurna að fótum sér. Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður. „Allt hefur hann lagt undir fætur honum.“ Þegar segir að allt hafi verið lagt undir hann er augljóst að sá er undan skilinn sem lagði allt undir hann. Þegar allt hefur verið lagt undir hann mun og sonurinn sjálfur skipa sig undir föðurinn er lagði alla hluti undir hann svo að Guð verði allt í öllu.

Guðspjall dagsins er úrJóhannesi  5. kafla versum 19-23

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gert af sjálfum sér. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera. Því hvað sem hann gerir, gerir sonurinn einnig. Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt sem hann gerir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi svo að þér verðið furðu lostnir. Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá sem hann vill. Enda dæmir faðirinn engan heldur hefur hann falið syninum allt dómsvald svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn sem sendi hann.

Þannig hljóðar hið heilaga guðspjall