Messur sunnudaginn 5. janúar

2.1.2014
Jólatré í Bústaðakirkju
Sunnudaginn 5. janúar verður mikið um að vera í Bústaðakirkju. Klukkan 11 um morguninn verður fyrsta barnamessa ársins verður klukkan 11. Bára og Daníel Ágúst og sr. Árni Svanur leiða barnamessuna og Antonía Hevesi leikur á píanó. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.
 
Klukkan 14 er guðsþjónusta sem er síðasta guðsþjónusta jólanna að þessu sinni. Kór Bústaðakirkju leiðir söng, organisti Antonía Hevesi. Sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar og leggur út frá guðspjallinu um flótta Maríu og Jósefs með Jesúbarnið til Egyptalands. Messuþjónar aðstoða. Molasopi eftir messu.