Miðvikudagur 20. okt.Hádegistónleikar kl 12:05 og félagsstarf eldriborgara kl 13:00

20.10.2021

Á hádegistónleikum verða þau Gréta Hergils sópran, Matthías Stefánsson á fiðlu og Jónas Þórir á flyglinum. Þau munu flytja tónlist eftir Ennio Morricone, falleg og ljúfir tónar.

Í félagsstarfinu er boðið uppá slökun kl 13:30, prestur með hugleiðingu og bæn um kl 14:15 og um kl 14:30 kemur Hrefna Guðnadóttir hárgreiðslumeistari og fræðir okkur um umhirðu hárs þegar aldurinn fer að færast yfir. kaffið verður á sínum stað frá henni Sigurbjörgu í eldhúsinu. Hlökkum til að sjá ykkur.