Nýr formaður Kvenfélags Bústaðasóknar

11.2.2014

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær 10. febrúar. Kosið var í nýja stjórn hjá félaginu, Laufey Kristjánsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins. Kosinn var nýr formaður, hún heitir Hólmfríður Ólafsdóttir og er starfandi djákni í Bústaðakirkju.

Næsti fundur félagsins er 10. mars og verður dagskrá hans auglýst síðar.