Nýr formaður og breytingar í sóknarnefnd Bústaðasóknar.

30.4.2014

Á sóknarnefndarfundi þriðjudaginn 29. apríl kom sóknarnefnd saman og skipti með sér verkum.

Formaður var kjörinn Gunnar Sigurðsson og tekur hann við af Árna Sigurjónssyni sem baðst undan endurkjöri vegna anna í starfi, en Árni situr áfram í sóknarnefnd. Árna eru þökkuð góð og farsæl leiðsögn sem góður formaður.

 

Gunnar Sigurðsson

Árni Sigurjónsson                     

 

Varaformaður var kjörinn Siggeir Vilhjálmsson, sem kom nýr inn í sóknarnefnd á síðasta aðalfundi.

 

Siggeir Vilhjálmsson

 

Gjaldkeri verður áfram Sigurjóna Sigurðardóttir

 

Sigurjóna Sigurðardóttir

 

 

og ritari var kjörin Nanna Guðmundsdóttir.

 

Nanna Guðmundsdóttir

 

Sigríður Ósk Pálmadóttir sem verið hefur ritari sóknarnefndar undanfarin ár og gekk úr sóknarnefnd á síðasta aðalfundi, þar sem hún flutti út fyrir sóknarmörk. Sigríður Ósk mun áfram starfa með sóknarnefnd og annast skráningu og ritun auk þess að vera í forsvari fyrir messuhópa.

Sigríður Ósk Pálmadóttir