Opin æfing fyrir messu - nýir sálmar sungnir

13.2.2014

Nýir sálmar verða í fyrirrúmi í guðsþjónustu sunnudaginn 16. febrúar í Bústaðakirkju. Af því tilefni býður Jónas Þórir til opinnar æfingar á nýjum sálmum kl. 13:30. Guðsþjónustan hefst svo kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikar, sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar fyrir altari.

 

Messuþjónar lesa lestra og leiða bænagjörð. Jónas Þórir situr við orgelið og félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Molasopi eftir messu.

 

Barnamessa er kl. 11 eins og alla sunnudaga. Bára og sr. Árni Svanur leiða stundina. Jónas Þórir leikur af fingrum fram á flygilinn. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.