Prjónakaffi Bústaðakirkju

28.4.2014

Halló, halló.

Nú verður prjónakaffið mánudagskvöldið 28. apríl, þar sem okkar fasta dag bar upp á annan dag páska. Við hittumst hressar kl. 20:00 og njótum góðgerða og spjöllum saman.

Nú leggjum við á ráðin með ferðina okkar í heimsókn til góðra kvenna. Ameríka bíður enn um sinn en hver veit nema það þurfi ekki að vera draumur.

Happadrætti og kaffiveitingar. Hlökkum til að sjá sem flesta prjónaunnendur.