Prjónakaffi, mánudagskvöld kl 20:00.

21.10.2019

Prjónakaffi verður næsta mánudag kl 20:00, gestur okkar í kaffinu verður Margrét Bára Jósefsdóttir en hún ætlar að fræða okkur um ilmkjarnaolíur og kynna þær fyrir okkur. Margrét Bára starfaði sem ljósmóðir frá 1974 en er nú eingöngu að sinna óhefðbundnum meðferðum s.s Kranio, Bowen tækni og regnboganuddi með olíunum sem hún kynnir fyrir okkur. Hlökkum til að sjá ykkur og veitngar verða að hætti kvenfélagskvenna úr Kvenfélagi Bústaðsóknar.