Skilaboð til fermingarbarna

4.9.2019

Kæru fermingarbörn

 

Takk fyrir frábæra samveru á námskeiðinu í ágúst og ekki síður hve mörg ykkar hafið verið dugleg að koma í messur eftir námskeiðið.

 

 

Nú breytist messutíminn í Bústaðakirkju frá og með næsta sunnudegi 8. september.

 

Barna – og fjölskyldumessa verður alla sunnudag kl. 11:00

 

Almennar messur verða kl. 14:00  ( þið komið minnst 7x)

 

í Grensáskirkju verða messur kl. 11:00

 

 

Næstu tímar í fræðslu og uppbót.

Þau sem misstu af námskeiðinu í ágúst eða komu aðeins einn dag vinna þetta upp og mæta í Grensáskirkju laugardaginn 19. október kl. 10:30 – 13:30

Annars eru tímar á eftirtöldum dögum sem hér segir:

Strákar miðvikudaga kl. 15:30

Stúlkur miðvikudaga kl. 16:30

Tímar í september  11. 18. 25. sept.

Tímar í október 2. 9. 16. okt.

Tímar í desember 4. 11. des.

Tímar í janúar 15. 22. 29. jan.

Tímar í febrúar 5. 12. 19. 26. feb.

Tímar í mars 4. 11. 18. mars

 

Þessir tímar gætu eitthvað breyst vegna viðburða í skólanum.

 

Ferð í Vatnaskóg!

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í tvo daga. Farið verður í Vatnaskóg í 23. til 24. september. Brottför kl. 8:00 frá Bústaðakirkju og komið til baka að

Bústaðakirkju um kaffileitið á daginn eftir.

 

Foreldrar þurfa að biðja um frí í skóla fyrir sín börn.

 

Nánari upplýsingar koma í næsta tölvupósti.

 

 

Heimasíðan og tölvupóstur!

 

Bústaðakirkja á heimasíðu

www.kirkja.is.

 

Þar viljum við reyna að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

 

Tölvupóstur verður sendur til að minna á tíma og aðra viðburði.

 

Fermingarbörn sem búa erlendis verða í fermingarfræðslu á netinu. Nokkur þeirra munu koma inn í hópana hér heima síðustu dagana fyrir fermingar en önnur fermast næsta sumar.

 

VIÐ SENDUM UPPLÝSINGAR OG SKILBOÐ MEÐ TÖLVUPÓSTI

 

 

Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er með tölvupósti eða í síma.