Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar Bústaðaprestakalli

4.1.2013

 

Sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar Bústaðaprestakalli næstu tvo mánuði meðan sóknarprestur er í námsleyfi.
Sr. Eiríkur Jóhannsson útskrifaðist með embættispróf frá Háskóla Íslands árið 1989, og var vígður til embættis sóknarprests í Skinnastaðaprestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi, sama ár. Hann hefur gegnt embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli, Árnesprófastsdæmi frá 1996 og var um skeið prófastur Árnesinga. Hann hefur setið í hérðasnefnd Árnesprófastsdæmis um árabil og var ritstjóri Kirkjuritsins.
Hann verður í viðtalstímu í Bústaðakirkju mánudaga til föstudaga kl. 10 - 12. Farsími hans er  864 0802 og netfang srerik@ismennt.is og eirikur.johannsson@kirkjan.is