Sr. Eva Björk og sr. María kjörnar

23.9.2019

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og dr. María Ágústsdóttir kjörnar í Fossvogsprestakall.

Þær þjóna í báðum sóknum prestakallsins Bústaðasókn og Grensássókn.
Umsóknarfrestur um tvær stöður presta í kallinu rann út 1. ágúst s.l.

Kjörnefnd hefur valið þær sr. Evu Björk Valdimarsdóttur og dr. Maríu Ágústsdóttur og fór kjörið fram á fundi kjörnefndar Fossvogsprestakalls 20. september s.l.

Mun biskup Íslands með hliðsjón af niðurstöðu kjörnefndar skipa þær í framangreind embætti, frá og með 1. október 2019.
Þær eru boðnar velkomnar til starfa og mikils af þeim vænst.