Starf eldriborgara

8.1.2014

Fyrsta samvera ársins verðu miðvikudaginn 8. janúar. Gestur verður séra Árni Svanur Daníelsson. En hann leysir af hér í kirkjunni á meðan sr. Pálmi Matthíasson er í námsleyfi.

Hlökkum til að sjá ykkur, kaffið verður á sínum stað og hægt er að hringja og panta bíl fyrr um morguninn. Gjaldskrá er sú sama.