Stór sunnudagur.

26.8.2021

Stór sunnudagur.

 

Fermingarmessa kl. 10:30. Þetta er síðasti hópur síðasta árs þar sem allt okkar skipulag riðlaðist vegna covid. En nú mætum við galvösk og samfögnum þessum ungmennum.

 

Útvarpsmessa er kl. 11:00 á Rás 1 á RUV. Prestur er sr. Pálmi, kantor Jónas Þórir, Kór Bústaðakirkju, Vilhjálmur Guðjónsson á gítar og Gunnar Kristinn Óskarson á trompet auk þessuþjóna. Messan er hljóðrituð þar sem við getum ekki verið á tveimur stöðum í einu þótt við vildum.

 

Kvöldmessa með sumarblæ á sunnudag kl. 20:00.

Félagar úr kór kirkjunnar annast tónlist ásamt kantor Jónasi Þóri.

Sr. Pálmi Matthíasson annast þjónustu ásamt messuþjónum. Kvöldmessur með sumarblæ eru gefandi gæðastundir sem ljúka helginni á fallegan hátt. Allir hjartanlega velkomnir.

Þetta er síðasta kvöldmessa sr. Pálma en formleg kveðjumessa verður síðar.