Sumardagurinn fyrsti var fjölsóttur af íbúum Bústaðahverfis.

24.4.2014

Það var mikil þátttaka í hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta í Bústaðahverfi.

Fjölmenni var við Grímsbæ og ótrúelgur fjöldi af pylsum grillaður.

Þá var kirkjan okkar þéttsetin og síðan var farið í Víkina þar sem hátíðarhöldin héldu áfram.

Afmælishlaup Víkings var þátttakendum ekki auðvelt þar sem vindur var all sterkur á móti. En allir skiluðu sér í mark.

Besta tíma allra þátttakenda náði Herdís Kristinsdóttir sem hreinlega hljóp eins og vindurinn og sigraði um leið í kvennaflokki.

 

Af körlum kom fyrstur í mark Björn Malmquist sem um leið var að halda upp á 50 ára afmæli sitt. Það er víst að hann gerði það með stæl og sigraði í karlaflokki.

 

 

 

Hér er svo allur verðlaunahópurinn sem kom sá og sigraði í þessu skemmtilega Afmælishlaupi Víkings.