Sunnudagur 17. okt. Sunnudagaskóli kl 11:00 og Jóns Múla messa kl 13:00

17.10.2021

Sóley, Kata, Eva Björk og Jónas Þórir taka á móti ykkur kl 11:00 í sunnudagskólanum. Falleg og skemmtilega samvera með börnunum. Kl 13:00 verður Guðsþjónusta sem að verður tileinkuð Jóni Múla Árnasyni sem hefði orðið 100 ára um þessar mundir. Einsöngvarar úr Kammerkór Bústaðakirkju flytja ýmis lög eftir hann, Sigurður Flosason leikur á saxófón, Jónas Þórir kantor verður við píanóið og stjórnar. Séra Eva Björk þjónar til altaris. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og njóta með okkur.