Tveir heiðursmenn leggja kirkjunni okkar lið og hafa hafa tekið að sér kirkjuvörslu sitt hvora helgi í mánuði.

19.12.2013

 

Það er mikið þakkarefni þegar menn leggja kirkjunni okkar lið með ýmsum hætti.

Þessi tveir höfðingjar Baldur Friðriksson og Axel Bender hafa gengið inn í störf kirkjuvarðar og létta okkur mannahald með því að taka að sér kirkjuvörslu sitt hvora helgi í mánuði. Einnig njótum við góðrar þjónustu fólks í messuhópum, sem annast um kirkjuvörslu á móti þeim félögum og kirkjuhaldara okkar Ásbirni Björnssyni.