Undirbúningur að stofnun listvinafélags við Bústaðakirkju

14.10.2013

Á sunnudaginn næsta, nánar tiltekið sunnudaginn 20. október kl. 15 er fyrirhugað að undirbúa stofnun Listvinafélags við kirkjuna okkar.

Allir eru velkomnir og hvatt er til víðtækrar þátttöku allra sem unna listum og menningu.

Í vetur er m.a. á dagskrá listavika 16.-23. mars 2014 þar sem stefnt verður að því að hafa einhverja viðburði alla daga. Kór Bústaðakirkju mun m.a. flytja Petit messe solenelle eftir Rossini sunnudaginn 23. mars 2014. Allir einsöngvarar í verkinu koma úr kór Bústaðakirkju.

Við hvetjum alla til góðra verka og fögnum samstarfi við fólk úr sókninni okkar fyrst og fremst en aðrir velunnarar eru líka velkomnir.

Jónas Þórir

jonasthorir@simnet.is

8929671