Við kertaljós - Tónleikar Kammerkórsins

19.12.2019

kór Bústaðakirkju flytur hátíðleg jólalög við kertaljós. Á efnisskránni eru lög víðsvegar úr heimi sem færa yfir okkur jólaandann. Nýlegar enskar jólaperlur eru fluttar sem og eldri þjóðlegri. Einsöngvarar úr röðum kórsins gæða kvöldið ítalskri ástríðu og Tónfreyjur bjóða upp á amerískt "jólaswing". Lögin eru sungin á íslensku að nokkrum lögum undanskildum. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.