Vinaheimsóknir Bústaðakirkju

3.3.2014

Langar þig að láta gott af þér leiða og veist kannski ekki hvar þú átt að staldra við. Hvernig væri að gerast heimsóknarvinur Bústaðakirkju? Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju heldur utan um heimsóknavinina í Bústaðakirkju, hún verður ein af fjórum djáknum og guðfræðingum sem munu halda námskeið 6.mars kl 17:30-19:00 í Fella og Hólakirkju. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast heimsóknarvinir og þá sem halda utan um heimsókanrvinina. Námskeiðið er samstarfsverkefni Ellimálaráðs og Biskupsstofu. Skráning er í síma 567-4810 og á ellimal@simnet.is. Enginn aðgangseyrir, léttar veitingar í boði.

Allir hjartanlega velkomnir.

Einnig getið þið sett ykkur í samband við Hólmfríði í síma 553-8500 eða á netfangið holmfridur@kirkja.is