Vorferð eldriborgarastarfs Bústaðakirkju

15.5.2019

Lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl 13:00. Farið verður á Eyrarbakka og hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún taka á móti okkur með fróðleik og söng, kaffi verður snætt þar. Þaðan verður haldið á Selfoss og kvenfataverslunin Lindin heimsótt. Síðasta stop er svo Heklusetrið Leirubakka þar sem við skoðum Heklusýninguna og fáum súpu og nýbakað brauð. Fyrirlestur um svæðið verður yfir borðum. Verð 10.000 kr