Yoga með Eygló í Bústaðakirkju

20.9.2013

Eygló Egils Jógakennari og ÍAK einkaþjálfari er byrjuð með jógatíma í Bókasafninu í Bústaðakirkju. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:30 til 19:30.

Þetta eru tímar fyrir konur og karla þar sem farið er í æfingar, öndun og slökun. Snilldar tækifæri fyrir þau er vilja auka styrk og liðleika og ná betri stjórn á streitu

 

Hver tími inniheldur markvissa nálgun á æfingar, öndun og slökun á grunni Hatha jóga auk þess sem farið verður yfir hugmyndir úr jógaheimspeki. Tímarnir eru opnir öllum og henta öllum sem vilja styrkja líkama og sál og létta á streitu dagsins.

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl 18:30-19:30 alveg fram til jóla.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Eygló í síma: 691-2258 og í tölvupósti: eygloegils@gmail.com

 

Hér eru umsagnir viðskiptavina:

„Eygló er mjög góður jógakennari, ekki síst fyrir þá sem eru að byrja að stunda jóga. Fyrir byrjendur eru hugmyndir jóga um líkama og sál oft framandi en henni tekst á sinn rólega og ljúfa hátt að gera þær aðgengilegar.“

 

„Eygló er afar fínn kennari, hún útskýrir tilgang æfinganna og lætur sig varða um að allir nái þeim rétt. Hún leggur áherslu á að hver geri hlutina út frá sínum forsendum, með metnaði en ofbjóði ekki líkamanum. Maður kemur endurnærður úr hverjum tíma og hlakkar til þess næsta.“