Fréttasafn
24.3.2021
Félagsstarf eldriborgara verður á miðvikudaginn, opið hús frá kl 13-16. Spil, handavinna og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Spilað verður Bingó frá kl 13:15 -14:15, enginn göngutúr verður á miðvikudaginn í þetta sinn. Kaffið góða Frá Sigurbjörgu er kl 14:30. Gott spjall og samvera er gulls ígildi og við hlökkum til að sjá ykkur. Siðasta samvera fyrir páska.
17.3.2021
Bústaðakirkja
Fermingarmessur sunnudag 21. mars kl. 10:30 og 13:00.
Kór Bústaðakirkju syngur ásamt kantor Jónasi Þóri. Messuþjónar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og sr. Pálmi Matthíasson þjóna.
Barnamessan verður þennan sunnudag í Grensáskirkju kl. 11:00
17.3.2021
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum frá kl 13-16. Spil, spjall og handavinna. Prestur er með hugleiðingu og bæn og kaffið góða kl 14:30. Boðið er upp á göngutúr frá safnaðarsal kl 13:00 um nágrenni kirkjunnar, stutt slökun á eftir í kapellu. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, Hólmfríður djákni og starfsfólk kirkjunnar.
12.3.2021
Bústaðakirkja.
Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11:00
10.3.2021
Opið hús á miðvikudag frá kl 13-16. Spil, spjall og prestur verður með hugleiðingu og bæn um kl 14:15, kaffið góða frá Sigurbjörgu verður strax á eftir og Jónas Þórir verður við píanóið. Boðið verður uppá göngutúr frá safnaðarsal kl 13:00 um nágrenni kirkjunnar. Hlökkum til að sjá ykkur, gætum að sóttvörnum og höfum gaman saman. Hólmfríður djákni.
8.3.2021
Kvenfélaga Bústaðasóknar heldur fyrsta fund vetrarins mánudaginn 8.mars kl 20:00 í safnaðarsal kirkjunnar. Hlökkum til að sjá ykkur félagskonur og nýjar konur eru alltaf velkomnar. Stjórn Kvenfélagsins.
4.3.2021
Bústaðakirkja.
Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11:00
Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna.
Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum.