Fréttasafn

29.9.2021
Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum. Göngutúr kl 12:30 frá safnaðarsal. opið hús frá 13-16, spil, handavinna, slökun og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, Jónas Þórir mætir við píanóið. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna.
26.9.2021
KVEÐJUMESSA Í BÚSTAÐAKIRKJU EFTIR 32 ÁRA ÞJÓNUSTU. Sr. Pálmi Matthíasson lætur nú af störfum sem sóknarprestur eftir 32 ára þjónustu í Bústaðakirkju og einnig Grensáskirkju í Fossvogsprestakalli.
22.9.2021
Haustferð eldriborgarastarfs Fossvogsprestakalls verður 22.sept kl 13:00 frá Bústaðakirkju. Keyrt verður um Þingvelli og vonandi fáum við sjá haustlitina.  Farið verður í Sólheima í Grímsnesi þar sem verður drukkið kaffi og skoðað sig um. Síðan verður farið á Selfoss og spásserað um nýja miðbæinn.
20.9.2021
Fyrsta prjónakaffi haustsins er á mánudagskvöld kl 20:00. Góð samvera með prónurum, kaffi að hætt kvenfélagskvenna og allir hjartanlega velkomnir.
16.9.2021
Haustguðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 13:00. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antóníu Hevesí organista.
15.9.2021
Félagsstarf eldriborgara
10.9.2021
Karlakaffi heldri karla verður á föstudaginn frá kl 10:00-11:30. Morgun samvera með spjalli og gott með kaffinu. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djáknaf.
9.9.2021
Barnamessa og guðsþjónusta! Fyrsta barnamessa vetrarins er á sunnudaginn kl. 11. Sóley Adda, Katrín Eir, sr. Eva Björk og Rebbi refur eru meðal þeirra sem taka á móti börnunum. Pálmi Sigurhjartarson spilar, það verður líf og fjör, söngur og gleði! 
5.9.2021
Síðasta kvöldmessa sumarsins er á ljúfum nótum kl. 20. Sr. María G. Ágústsdóttir hefur umsjón með stundinni ásamt messuhópi. Þórður Sigurðarson og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju sjá um fjölbreytta tónlist. Eldriborgarastarfið hefst 8. sept. kl 12.30-16. Karlakaffi 10. sept. kl. 10.  

Pages