Fréttasafn

4.3.2020
Bústaðakirkja Barnamessa kl. 11:00. Glaðleg og gefandi samveru fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla, söngur, leikur, hressing. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas og Pálmi.     Akureyrarmessa kl. 14:00 Norðanfólk kemur saman Hugleiðing Gísli Sigurgeirsson Tónlist eftir Birgi Marinósson, Gunnar Tryggvason og Rafn Sveinsson. Flytjendur:
1.3.2020
Næsti sunnudagur er æskulýðsdagur þjókirkjunnar. þá verður ein messa kl. 11 í Bústaðakirkju. Daníel Ágúst Gautason djákni prédikar og sr. Eva Björk þjónar fyrir altari. Anya Shaddock og Ísold Atla Jónadóttir syngja, Tónistarnemar frá FÍH og AFRO, band úr Tónlistarskóla MÍT Ungdómskórar kirkjunnar taka þátt í messunni í fjölbreyttri tónlist undir stjórn Jónasar Þóris.
26.2.2020
Miðvikudagurinn 26.feb er öskudagur, þá er hattadagur í félagsstarfinu og skemmtilegt að koma með eitthvað höfðufat, hatt, húfu eða bara hárkollu. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta og eða flottasta höfuðfatið. Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur hjá Heilsuborg kemur og fræðir okkur um næringu á efri árum. spilin, hugvekjan og kaffið góða verður á sínum stað.
22.2.2020
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil. 4.13   Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Mt. 7.12   Á nafn hans munu þjóðirnar vona. Mt. 12.21   Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm.50:15
21.2.2020
Karlakaffið verður á föstudaginn 21. febrúar kl 10:00, hugguleg stund í morgun sárið, rjúkandi heitt á könnunni og kruðerí með. Hólmfríður djákni sér um stundina, myndasýning frá uppbyggingu Bústaðahverfisins.
19.2.2020
Það verður sparibollakaffi og kaffihúsastemning hjá okkur á miðvikudaginn, gamlar myndir og upplagt að koma með sinn uppáhaldsbolla. Rifjum upp og segjum sögur. Guðrún Hálfdánardóttir kemur kynnir stólajóga og slökun. Kaffið góða frá Sigurbjörgu á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur.
17.2.2020
Prjónakaffi er þriðja mánudag í mánuði og morgun 17. feb er einmitt þriðji mánudagur í febrúar. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og allir prjónarar velkomnir. veitingar að hætti kvenfélagskvenna.
14.2.2020
Jóga Nidra djúpslökunverður alla fimmtudaga kl. 19. Opnir tímar frá 06.02 - 28.05, stakir tímar verð 2000 kr.
12.2.2020
Félagsstarf aldraðra er á sínum stað á miðvikudögum, gestur dagsins er Stefán Halldórsson og verður hann með erindi um ættfræðigrúsk á netinu. Kaffið góða á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Spilað, skrafað og lesin framhaldssaga. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
12.2.2020
Bústaðakirkja. Öflugt barnastarf kl. 11:00

Pages