Fréttasafn

14.9.2020
SMÁ PISTILL UM FEGURÐINA.     Hér er linkur inn á Facebook https://www.facebook.com/501674623287385/videos/827234318044666   Hér er linkur inn á Google Drive
11.9.2020
Fyrsta karlakaffi haustsins er á föstudaginn 11. september frá kl 10:00-11:30. Rjúkandi heitt á könnunni og nýbakað bakkelsi, Hólmfríður djákni sér um stundina og sýnir einnig myndir frá liðnu sumri "ferðumst innanlands". Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Fossvogsprestakalls.
9.9.2020
Félagsstarfið verður á miðvikudaginn kl 13-16. Spilað, skrafað og unnin handavinna. "ferðumst innanlands" myndasýning Hólmfríðar djákna frá sumrinu. Kaffið góða verður á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Fossvogsprestakalls.  Við bjóðum upp á bíla þjónustu, hægt er að hringja í kirkjuna á miðvikudagsmorgun og panta far.
2.9.2020
Félagasstarfið byrjar aftur 2. september, það verður opið hús og hægt að spila og vinna handavinnu. Hólmfríður djákni sér um stundina, hugleiðing og bæn í umsjá prestana í prestakallinu og Jónas Þórir mætir við píanóið. Sigurbjörg reiðir fram kaffið að skinni alkunnu snilld. Allir hjartanlega velkominir. Við pössum upp á millibilið og sóttvarnir og höfum gaman saman. Starfsfólk Kirkjunnar.
28.8.2020
Fermingarmessur verða í Bústaðakirkju næstu sunnudaga 30. ágúst, 6, september  kl. 10:00, 11:30 og 13:00 og 13. september kl. 10:00 og 12:00.
20.8.2020
Bústaðakirkja.   Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00. Falleg og grípandi tónlist flutt af Unu Dóru Þorbjörnsdóttur sópran  og Jónasi Þóri kantor. Messuþjónar og sr. Pámi annast þjónustu. Allir velkomnir í ljúfa kvöldstund í tali og tónum. Þetta er síðasta kvöldmessan að sinni þar sem nú taka við fermingar, ef Guð lofar.
17.8.2020
Fyrsti áfangi fræðslunnar byrjar miðvikudaginn 19. ágúst kl. 09:00 í Bústaðakirkju. Við verðum á miðvikudag 19. ágúst, fimmtudag 20. ágúst og föstudag 21. ágúst kl. 09:00 til 12:00. Öll námsgögn verða í kirkjunni og við biðjum ykkur að hafa með ykkur nesti. Vegna COVID takmarkana verðum við að fresta fundinum eftir messu sem áætlað var að halda 23. ágúst kl. 20:00.
17.8.2020
VEGNA COVID TAKMARKANA VERÐUM VIÐ AÐ FRESTA FUNDINUM SEM ÁTTI AÐ VERA EFTIR MESSU 23. ÁGÚST.  SETJUM HANN Á ÞEGAR FÆRI GEFST. EF EINHVERJAR SPURNINGAR ERU ÞÁ ENDILEGA HRINGIÐ EÐA SENDIÐ PÓST.  
13.8.2020
Bústaðakirkja Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00. Þetta er messa með breyttu formi í tali og tónum Tónlistarflutning annast Ísabella Leifsdottir, sópran, Hjöleifur Valsson fiðluleikari og kantor Jónas Þórir. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og messuþjónar leiða stundina. Allir velkomnir.  

Pages