Fréttasafn

5.11.2013
Nýtt námskeið hefst 19 nóvember og verður í "gamla bókasafninu. það verða  þrjú skipti, 4 tímar í senn alls 12 klst frá kl 18:30-22:30 og kostar 16.500 kr. Skráning er hjá Hólmfríði Símar:698-1778 og 553-8500 og hjá Selmu 698-1776. Einnig á netfangið holmfridur@kirkja.is
4.11.2013
Messur sunnudaginn 10. nóvember   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris.
3.11.2013
Ave Maríu tónleikar á degi allra heilagra sunnudaginn 3. nóvember kl:20 Fram koma Gréta Hergils sópran, Jónas Þórir píanisti og Matthías Stefánsson fiðluleikari en fluttar verða fegurstu Ave Maríur tónbókmenntana. Sýning Fannýjar Jónmundsdóttur á Maríu mosaík verkum verður þennan sama dag og gefst gestum kostur á að skoða verkin fyrir og eftir tónleikana.
29.10.2013
Það verður spilað og föndrað eins og vant er, Stefán harmonikkuleikari ætlar að koma í heimsókn og spila á nikkuna. Sigurbjörg töfrar fram kaffið eins og vant er. kostar kr. 500 Hægt er að panta bíl í starfið hjá kirkjuvörðum fyrir kl 11:30.  
28.10.2013
Messur sunnudaginn 3. nóvember,   allra heilagra messa   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn  kantors Jónasar Þóris.
23.10.2013
Þar sem að losnuðu pláss á saumanámskeiðinu er hægt að skrá sig fyrir næsta þriðjudag 29 okt. það verða þá þrjú skipti 4 tímar í senn alls 12 klst og kostar 16500kr. námskeiðið er á þriðjudögum kl 18:30-22:30. hægt er að skrá sig hjá Hólmfríði á netfangið holmfridur@kirkja.is
22.10.2013
Félagsstarf eldribrogara er kl 13:00 á miðvikudögum. Við spilum, föndrum og fáum gott kaffi svo ætla börn úr Barnakór Bústaðakirkju að koma í heimsókn og syngja fyrir okkur. Allir eldriborgarar velkomnir, kaffi kostar 500kr. og hægt er að hringja í aðalsíma kirkjunnar fyrir hádegi ef þið viljið fá bíl til þess að sækja ykkur.
15.10.2013
Verið öll velkomin á samveru um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld kl. 20:00
14.10.2013
Fyrsti fundur vetrarins er í kvöld mánudag, vetrarstarfið kynnt og kaffiveitingar. Fundurinn hefst kl. 20:00 og allar konur velkomnar.
14.10.2013
Á sunnudaginn næsta, nánar tiltekið sunnudaginn 20. október kl. 15 er fyrirhugað að undirbúa stofnun Listvinafélags við kirkjuna okkar. Allir eru velkomnir og hvatt er til víðtækrar þátttöku allra sem unna listum og menningu.

Pages