Fréttasafn

15.11.2019
Karlakaffi Í kapellunni við safnaðarsal. Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn, föstudaginn 15. nóvember kl 10:00, umræður um kirkjujarðasamkomulagið og aðskilnað ríkis og kirkju. Heitt á könnunni og nýbakað kruðerí. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
11.11.2019
Kvenfélagsfundur í kvöld mánudag kl 19:30. Skemmtifundur fyrir allar konur, Kristín Stefáns förðunarfræðingur kemur með  No name snyrtivörur og fatnað úr veslun hennar á Garðatorgi, hægt að gera góð kaup. Hún fræðir okkur um útlit o.s.frv. Veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Hlökkum til aðsjá ykkur, stjórnin.
6.11.2019
Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn frá kl 13-16 það verður nóg um að vera, við verðum með keramik málun og gestur okkar verður Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem verður með erindi kl 15:00 yfir kaffibollanum. Séra Eva Björk verður með hugleiðingu og bæn, spilin, handavinnan og framhaldssagan verður á sínum stað.
1.11.2019
Barnamessa kl 11:00 í umsjá Daníels og Sóleyjar, Antonía verður við píanóið. Skemmtileg stund fyrir börn og fullorðna. kl 14:00 er almenn messa en á sunnudaginn er Allra heilagra messa en þann dag minnumst við látinna ástvina.  Sr. María Ágústdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngur og Antonía Hevesi spilar undir.
30.10.2019
Hádegistónleikar kl 12:05 með þjóðþekktum lystamönnum, Sigríður Thorlacius söngkona, Hjörtur Jóhannsson píanóleikari og Guðmundur Óskar Guðmundsson gítaleikari sjá um tónlistina. Eftir hádegið heldur félagsstarfið áfram, spil, handavinna og Gospelkór Bústaðakirkju kemur kl 15:00 undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur og syngur yfir kaffinu un. prestur verður með hugleiðingu og bæn.
23.10.2019
Fjölbreytt dagskrá á miðvikudaginn i félagsstarfinu. Hádegistónleikar verða kl 12:05 þá verða sópranar í stuði, þær Edda Austmann, Gréta Hergils og Svava Ingólfsdóttir. Þær munu flytja allt frá klassík til popplaga við undirleik Jónasar Þóris kantors. súpa á eftir í safnaðarsal. Félagsstarfið heldur síðan áfram í safanaðarsal og gestur okkar á miðvikudaginn er Sigurlaug M.
21.10.2019
Prjónakaffi verður næsta mánudag kl 20:00, gestur okkar í kaffinu verður Margrét Bára Jósefsdóttir en hún ætlar að fræða okkur um ilmkjarnaolíur og kynna þær fyrir okkur. Margrét Bára starfaði sem ljósmóðir frá 1974 en er nú eingöngu að sinna óhefðbundnum meðferðum s.s Kranio, Bowen tækni og regnboganuddi með olíunum sem hún kynnir fyrir okkur.
17.10.2019
Barnastarf kl. 11:00 Fjölbreytt og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi.   Guðsþjónusta kl 14:00 Liður í bleikum október í Bústaðakirkju. Gospelkórinn undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur ásamt kantor Jónasi Þóri. Messuþjónar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjóna. Allir velkomnir  
17.10.2019
Barnastarf kl. 11:00 Fjölbreytt og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir. Hressing eftir stundina.   Guðsþjónusta kl 14:00 á allra heilagra messu Kór Bústaðakirkju undir stjórn Antoníu Hevesi. Messuþjónar og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur þjóna. Hressing eftir stundina og allir velkomnir  

Pages