Fréttasafn

1.12.2021
Opið hús frá kl 13-16, huggulegt samfélag með kaffi og kruðéríi frá Sigurbjörgu í eldhúsinu. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, gestu dagsins er Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur. Hún mun lesa upp úr bók sinni Dóttir hafsins. Hlökkum til að sjá ykkur. Við gætum að sóttvörnum og eigum góða stund saman.
25.11.2021
Yndisleg stund kl. 11 fyrir jólabörn á öllum aldri. Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum, heyrum hugvekju um aðventuna, sjáum leikrit með Rebba og Mýslu og syngjum aðventu og jólalög. Jónas Þórir spilar á flygilinn, Sóley Adda, Kata og sr. Eva Björk þjóna.
24.11.2021
Félagsstarf eldriborgara
21.11.2021
Kvenfélags og prjónamessa á sunnudaginn kl. 13:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni predikar með henni þjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.
21.11.2021
Barnamessa kl 11:00 í dag sunnudag. Sóley, Katrín, Eva Björk og Jónas Þórir taka á móti ykkur í góðri fjölskyldustund. Hlökkum til að sjá ykkur.
17.11.2021
Félagsstarf eldriborgara fellur niður þessa viku vegna fjölda covid smita í samfélaginu. við vonumst til þess að hittast í næstu viku. bestu kveðjur til ykkar. Starfsfólk Fossvogsprestakalls.
15.11.2021
Við vonumst til þess að geta hitt ykkur í desember. Farið vel með ykkur og bestu kveðjur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
12.11.2021
Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn, föstudaginn 12. nóvember kl 10:00. Gestur dagsins er séra Pálmi Matthíasson sem hefur nýlega látið af störfum í Fossvogsprestakalli. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
10.11.2021
Opið hús frá kl 13:00 -16:00 á miðvikudögum, þann 10/11 Kemur Halldóra með Avon vörurnar og verður með kynningu og fullt af góðum jólatilboðum, ásamt öðru skemmtilegu.
8.11.2021
Opinn fundur kvenfélagsins er mánudagskvöldið 8. nóv kl 19:30. Kynninga á félaginu og léttar veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Örn Árnason og Jónas Þórir kom og skemmta. það kostar 1500 kr inn á fundinn. Hlökkum til að sjá ykkur.

Pages