Fréttasafn

3.3.2021
Félagsstarf fyrir eldriborgara á miðvikudögum frá kl 13-16, spilað, skrafað og unnin handavinna. Einnig er boðið upp á göngutúr frá safnaðarsal kl 13:00. Gengið um nágrenni kirkjunnar ca 45mín. kl 14:15 er prestur með hugleiðingu og bæn og kaffið góða strax á eftir.
24.2.2021
Félagsstarf eldriborgara, opið hús frá kl 13-16 á miðvikudaginn, Hugleiðing og bæn, spjall og með kaffinu verða sýndir tónleikar til minningar um Sigfús Halldórsson sem að kór Bústaðakirkju tók upp í nóvember síðastliðnum. Boðið uppá göngutúr kl 13:00 um nágrennið. Hólmfríður djákni sér um stundina, hlökkum til að sjá ykkur. Munum grímuna og virðum millibil. 
24.2.2021
Bústaðakirkja, nú hækkar sól og lundin léttist. Loksins, loksins.
19.2.2021
    Pistill um væntingar.   Hér er linkurinn á Facebook: https://www.facebook.com/bustadakirkja/videos/814755622442856   Hér er linkurinn á YouTube: https://youtu.be/v5ei8h56m6A  
18.2.2021
Bústaðakirkja Loksins, loksins. Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11:00 Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum.  
17.2.2021
Opið hús á miðvikudaginn milli 13-16, samvera með helgistund, kaffi og góðu spjalli. Upplagt að mæta með hatt í tilefni öskudagsins. Einnig er boðið uppá göngutúr kl 13:00 frá kirkjunni, ca 45-50 mínútur um nágrennið. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju.
10.2.2021
á miðvikudaginn kl 12:00 er boðið upp á göngutúr frá kirkjunni um nágrennið og á eftir verður opið hús hjá okkur frá kl 13:00-16:00, við pössum uppá millibilið og virðum sóttvarnir. Spjall, spil og samvera ásamt hugvekju og bæn. Jónas Þórir kantor kemur og spilar nokkur lög og Sigurbjörg töfrar fram kaffi og meðlæti. Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
10.2.2021
Bústaðakirkja Loksins, loksins. Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11:00 Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum.  
2.2.2021
Heil og sæl öll.   Næstu þrjá sunnudaga, 7. febrúar, 14. febrúar og 21. febrúar verða messur fyrir fermingarbörn kl. 13:00.   Það er skyldumæting í minnst tvær af þessum þremur messum og þið veljið dagana en eruð líka velkomin í þær allar.  
27.1.2021
Bústaðakirkja   Barnastarf verður á sunnudaginn kl. 11:00. Söngur, sögur, fræðsla, gleði og gaman Gætt verður allra sóttvarna. Aðeins 20 fullorðnir mega vera viðstaddir og bera grímur. Verið hjartanlega velkomin. Almennar messur verða enn um sinn áfram á netinu.

Pages