Fréttasafn

9.10.2020
Hverfisratleikur Garðbúa og Fossvogsprestakalls!
7.10.2020
Allt eldriborgara starf fellur niður út október vegna hertra sóttvarnareglna. Við hittumst hress þegar öllu er óhætt, förum vel með okkur og við komumst í gegnum þetta eins og síðast. Alltaf er hægt að hringja í Hólmfríði djákna ef þið þurfið spjall eða einhverjar upplýsingar. Hennar sími er 6981778 og síminn í kirkjunni er 5538500. Kirkjan verður opin áfram á virkum dögum frá kl 10-14.
7.10.2020
Hádegistónleikar sem auglýstir voru í hádeginu á miðvikudag falla niður vegna hertra sóttvarna reglna.
7.10.2020
7.10.2020
FERMINGSTARF VERÐUR Á MIÐVIKUDÖGUM SAMKVÆMT ÁÆTLUN. VIÐ GÆTUM VEL AÐ VÖRNUM OG NÁLÆGÐ OG VÖNDUM OKKUR. LEIÐBEINENDUR VERÐA MEÐ GRÍMUR OG HANDSPRITTIÐ ER Á SÍNUM STAÐ
1.10.2020
https://youtu.be/u0vuu3z7Fhg
30.9.2020
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum frá kl 13-16, spil, handavinna og spjall. Prestur er með hugleiðingu og bæn og að þessu sinni heimsækir okkur ung og efnilega söngkona, Katrín Eir Óðinsdóttir, og syngur fyrir okkur nokkur vel valin lög. Kaffið góða hjá Sigurbjörgu húsmóður á sínum stað, stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
30.9.2020
Barnastarf í Bústaðakirkju sunnudag kl. 11:00 undir leiðsögn Daníels Ágústs, Sóleyjar Öddu, Jónasar Þóris og presta prestakallsins. Nýtt, myndrænt og fallegt sunnudagskólaefni. Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Hressing og samfélag eftir messu. Allir velkomnir.    
23.9.2020
Eldriborgarastarf er frá kl 13-16, kaffið góða á sínum staðm, spilað, skrafað og unnin handavinna. Upplestur, hugleiðing og bæn eins og vant er. Hólmfríður djákni verður með umfjöllun um Ástralíu yfir kaffibollanum í máli og myndum. Við gætum fyllsta öryggis og sóttvarna, hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Fossvogsprestakalls.

Pages