Fréttasafn

5.11.2021
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 11:00 Barnamessa. Sóley Adda, Jónas Þórir, séra Þorvaldur og leiðtogar leiða stundina.  13:00 Guðsþjónusta. Minning látinna og ljósatendrun. Kammerkór Bústaðakirkju og einsöngvarar syngja undir stjórn Jónasar Þóris organista. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari.
3.11.2021
Göngutúr kl 12:30, gengið ca hálftíma um hverfið, hressandi ganga. Opið hús frá kl 13-16, það verður spilað Bingó frá kl 13:30. nokkrar umferðir teknar. kl 14:20 verður prestur með hugleiðingu og bæn og kaffið góða er kl 14:30. Eftir kaffið er hægt að taka í spil og spjalla saman. Allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að hringja í kirkjuna fyrir hádegi og panta bílfar í starfið.
31.10.2021
Barnamessa kl 11 með Sóleyju, Katrínu og Jónasi Þóri. Búningafjör fyrir þá sem vilja. Gospelmessa kl 13:00 með Vox Gospel, Matthíasi Baldurssyni og Jónasi Þóri Kantor.prestur er séra María Guðrúnar. Ágústsdóttir. Það verður mikill söngur og gleði á sunnudaginn. Allir hjartanlega velkomnir.
27.10.2021
Hádegistónleikar kl 12:05, aldarminninng Jóns Múla. Einsöngvarar Kammerkórs Bústaðakirkju flytja ásamt Jónasi Þóri Kantor. Kjötsúpa i safnaðarsal á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur. Þetta eru fjórðu og jafnframt síðustu hádegistónleikarnir að sinni. Hlökkum til að sjá ykkur.
27.10.2021
Hádegistónleikar kl 12:05 og kjötsúpa á eftir. Félagsstarfið heldur áfram í safnaðarsal, spil,handavinna og kl 14:30 verður gestur okkar Gunnlaugur A. Jónsson með erindið  "Öll erum við handverk þín" og er um sköpun og útskornar tréstyttur, af konum og körlum. Prestur verður með hugleiðingu og bæn á undan og kaffið verður á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur.
24.10.2021
Á sunnudaginn 24. október verður sannköllu listahátíð barnanna. Við byrjum með sunnudagskólann kl 11:00, þar sem Sóley Adda, Katrín Eir og séra Þorvaldur stjórna ásamt Jónasi Þóri kantor kirkjunnar. Boðið verður upp á hádegissnarl og skemmtilegt föndur í safnaðarsal og síðan heldur Listahátíð barnanna áfram kl 13:00 þar koma fram ungir og upprennandi ásamt Jónasi Þóri.
20.10.2021
Á hádegistónleikum verða þau Gréta Hergils sópran, Matthías Stefánsson á fiðlu og Jónas Þórir á flyglinum. Þau munu flytja tónlist eftir Ennio Morricone, falleg og ljúfir tónar.
18.10.2021
Ljúf og góð samvera fyrir alla hressa prjónara, kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Hlökkum til að sjá ykkur.
17.10.2021
Sóley, Kata, Eva Björk og Jónas Þórir taka á móti ykkur kl 11:00 í sunnudagskólanum. Falleg og skemmtilega samvera með börnunum. Kl 13:00 verður Guðsþjónusta sem að verður tileinkuð Jóni Múla Árnasyni sem hefði orðið 100 ára um þessar mundir.
13.10.2021
Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju.

Pages