Fréttasafn

23.9.2020
  SIGRÍÐUR SIGGEIRSDÓTTIR F. 5. APRÍL 1927  D. 19. SEPTEMBER 2020 BÚSTAÐAKIRKJA 25. SEPTEMBER 2020 kl. 13:00  
22.9.2020
Barnastarf í Bústaðakirkju sunnudag kl. 11:00. Í boði er metnaðarfullt starf undir leiðsögn Daníels Ágústs, Sóleyjar Öddu, Jónasar Þóris og presta prestakallsins. Nýtt, myndrænt og fallegt sunnudagskólaefni er í boði samið af Daníel Ágústi og samstarfsfólki. Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Hressing og samfélag eftir messu. Allir velkomnir.
20.9.2020
Fyrsta prjónakaffi haustsins verður á mánudaginn 21. september kl 20:00. Kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
16.9.2020
Sunnudaginn 20. september hefst barnastarfið í Bústaðakirkju með barnamessu kl. 11:00.
16.9.2020
Guðsþjónusta sunnudaginn 20. september kl. 13:00. Athugið breyttan messutíma sem verður í vetur kl. 13:00. Jónas Þórir og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða tónlistina. Messuþjónar og sr. Pálmi þjóna í messunni.   Hér eru textar sunnudagsins:  
16.9.2020
Samvera fyrir heldriborgara frá kl 13-16. Spilað skrafað og unnin handavinna, prestur verður með hugleiðingu og bæn. Á miðvikudaginn fáum við ungan tónlistarmann, Símon Karl Sigurðarson, sem mun spila fyrir okkur á klarinett. Kaffið góða á sínum stað, hægt er að panta far í kirkjuna fyrir kl 11:00 á miðvikudaginn. Hólmfríður djákni    
16.9.2020
Guðsþjónustur, breyttur messutími, nú kl. 13:00 Í vetur verða messur kl. 13:00 og hefjast 20. september. Jónas Þórir leiðir Kammerkór Bústaðakirkju og einsöngvarar úr kórnum stíga á stokk. Messuþjónar og prestar Fossvogsprestakalls sinna þjónustu.
14.9.2020
SMÁ PISTILL UM FEGURÐINA.     Hér er linkur inn á Facebook https://www.facebook.com/501674623287385/videos/827234318044666   Hér er linkur inn á Google Drive
11.9.2020
Fyrsta karlakaffi haustsins er á föstudaginn 11. september frá kl 10:00-11:30. Rjúkandi heitt á könnunni og nýbakað bakkelsi, Hólmfríður djákni sér um stundina og sýnir einnig myndir frá liðnu sumri "ferðumst innanlands". Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Fossvogsprestakalls.

Pages