Fréttasafn

10.10.2021
Sunnudaginn 10. október 2021 Bleikur október í Bústaðakirkju 11:00 Barnamessa. Sóley Adda, Jónas Þórir og séra Eva Björk leiða stundina. 13:00 Bolvíkingamessa/Jazzmessa. Einsöngvarar úr Kammerkór Bústaðakirkju. Jass-tríó, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Kv. Hrafnsson á bassa og Jónas Þórir á píanó.
8.10.2021
Karlakaffi, samvera heldri karla verður á föstudagsmorgun í kapellunni við safnaðarsalinn frá kl 10-11:30. Nýr sóknarprestur Þorvaldur Víðisson verður gestur hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Heitt á könnunni og kruðerí.
6.10.2021
Jónas þórir kantor og Kolbeinn Jón Ketilsson tenór hefja leikinn á miðvkiudaginn kl 12.05 með tónleikum í kirkjunni. Þeir verða í fanta formi og við hlökkum mikið til. Boðið verður upp á súpu í safnaðrsal á eftir. Félagsstarf heldri borgara er svo í safnaðarsal á eftir og er til kl 16:00 með sínum föstu liðum. Séra Þorvaldur Víðisson nýr sóknarprestur verður gestur dagsins.
3.10.2021
  Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda,  sr. Eva Björk taka á móti börnunum. Rebbi og Vaka mæta með kæti og  Jónas Þórir við hljóðfærið. Það verður líf og fjör, söngur og gleði!  Innsetning sr. Þorvaldar kl. 13:00.
1.10.2021
Messurnar verða með öðru sniði og hádegistónleikar á miðvikudögum kl 12:05. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem Jónas Þórir og ýmsir listamenn töfra fram fagra tóna. Fylgist vel með á heimsíðu og facbook síðu kirkjunnar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
29.9.2021
Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum. Göngutúr kl 12:30 frá safnaðarsal. opið hús frá 13-16, spil, handavinna, slökun og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, Jónas Þórir mætir við píanóið. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna.
26.9.2021
KVEÐJUMESSA Í BÚSTAÐAKIRKJU EFTIR 32 ÁRA ÞJÓNUSTU. Sr. Pálmi Matthíasson lætur nú af störfum sem sóknarprestur eftir 32 ára þjónustu í Bústaðakirkju og einnig Grensáskirkju í Fossvogsprestakalli.
22.9.2021
Haustferð eldriborgarastarfs Fossvogsprestakalls verður 22.sept kl 13:00 frá Bústaðakirkju. Keyrt verður um Þingvelli og vonandi fáum við sjá haustlitina.  Farið verður í Sólheima í Grímsnesi þar sem verður drukkið kaffi og skoðað sig um. Síðan verður farið á Selfoss og spásserað um nýja miðbæinn.
20.9.2021
Fyrsta prjónakaffi haustsins er á mánudagskvöld kl 20:00. Góð samvera með prónurum, kaffi að hætt kvenfélagskvenna og allir hjartanlega velkomnir.
16.9.2021
Haustguðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 13:00. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antóníu Hevesí organista.

Pages