Fréttasafn

28.12.2014
Gamlársdagur 31. desember:AftansöngurAftansöngur kl. 18:00. Einsöngur Sæberg Sigurðsson. Kantor Jónas Þórir. Sr. PálmiMatthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  
17.12.2014
Næsta sunnudag sem er fjórði sunnudagur í aðventu verður ein messa kl. 11:00. Samvera sem við köllum jólasöngva fjölskyldunnar. Við byrjum í kirkjunni og syngjum þar jólalögin, fáum fallega jólasögu og nærum sálina. Færum okkur síðan inn i safnaðarheimili og eigum þar kósý stund með piparkökum og hressingu.
17.12.2014
Það verður mikið um að vera í kirkjunni um jól og áramót.  Hér er að finna dagskrá kirkjunnar.   
10.12.2014
Þriðji sunnudagur í aðventu, 14. desember: Helgileikur um guðspjall jólanna Barnamessa kl. 11:00. Börn úr Fossvogsskóla flytja helgileik um guðspjall jólanna. Kantor Jónas Þórir leikur undir.  
10.12.2014
Miðvikudagur 10. desember Litlu jólin í starfi eldri borgara kl. 13:30 með  fjölbreyttri dagskrá og jólablæ.
6.12.2014
Frímúrarakórinn og kór Oddfellowstúkunnar Hallveigar nr. 3 halda tónleika til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar í Bústaðakirkju laugardaginn 6. desember 2014 kl 17:00 aðgangseyrir er 2500kr. Stjórnendur: Jónas Þórir og Jón Karl Einarsson Undirleikur: Jónas Þórir og Helgi Már Hannesson. Einsöngur: Örn Árnason
4.12.2014
Messur sunnudaginn 7. desember   Barnamessa klukkan 11:00 Yngri kórarnir flytja helgileikinn Lítill jötuleikur undir stjórn Svövu Kristínar. Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Kirkjukór Bústaðakirkju syngur og leiðir messuna með kantor Jónasi Þóri.
3.12.2014
Stutt kynning á Lútherskri Hjónahelgi, Jónas Þórir Kantor mun leika létta tónlist og séra Pálmi Matthíasson mun vera með  hugvekju "er grasið grænna annarsstaðar". Stórsöngvarinn Matthías Matthíasson mun koma og syngja fyrir gesti. Notaleg stund og boðið verður uppá heitt súkkulaði og piparkökur á eftir í safnaðarheimilinu.

Pages