Fréttasafn

25.5.2016
Nú er hafin skráning í vorferð okkar í eldriborgarastarfinu. Að þessu sinni verður ferðin í lengri kantinum, við ætlum að bregða okkur norður í Skagafjörð, gista á löngumýri og ferðast um fjörðinn fagra. Heimsækja Hóla í Hjaltadal og Minjahúsið á Sauðárkróki og fræðast þar um Guðrúnu skáldkonu frá lundi.  Farið verður 25. maí kl 13:00 frá Bústaðakirkju og gist tvær nætur á Löngumýri.
19.5.2016
Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermd verður Lovísa Ólafsdóttir Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Prestur sr. Pálmi Matthíasson Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.   Textar dagsir eur þessir:
15.5.2016
Hátíðarguðsþjónusta kl 11:00, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari og predikar. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Allir hjartanlega velkomnir.   Það er enginn messa annan í hvítasunnu. Bústaðakirkja.
11.5.2016
Sumargrill, við ætlum að grilla pylsur og eiga góða stund saman. Þetta er síðasta samvera vorsins í safnaðarheimilinu. Við byrjum að grilla kl 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju.
8.5.2016
Nú er breytinig á, sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí og guðsþjónustur eru frá þessum sunnudegi kl 11:00 í sumar. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antoníu Hevesy. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Allir hjartanlega velkomnir.   Textar dagsins eru Lexía:
1.5.2016
Barnakórar kirkjunnar syngja. Þetta er uppskeruhátíð barnastarfsins og lýkur með grillveislu í safnaðarsal á eftir. Stundin er í umsjá Petru og Daníels ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Þetta er jafnframt byrjun á sumartíma í kirkjunni og nú verða sunnudagsmessurnar kl 11:00 fram á haustið.
28.4.2016
Skráning er hafin fyrir ferminguna 2017. Hér neðar á síðunni er hægt að smella á flipann merktan "skráning" og filla þar út í reitina sem koma upp og velja fermingardag.  
18.4.2016
Prjónakaffið á sínum stað í kvöld kl 20:00 Kaffi og happadrætti. Hlökkum til að sjá alla hressa prjónara. Starfsfólk.
18.4.2016
Dagskráin hefst kl 12:00 við Grímsbæ með grilli að hætti Víkinga.

Pages