Fréttasafn

16.6.2021
Kvöldmessa á sunnudaginn kl. 20:00. Þetta er messa með breyttu formi í tali og tónum, létt og notaleg stemming. Tónlistarflutning annast félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju ásamt Jónasi Þóri kantor. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum.
9.6.2021
Sumarhátíð eldri borgara í Fossvogsprestakalli verður haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 9. júní kl. 14-15.30. Skráning er í síma 528 8510 í síðasta lagi á mánudagsmorgun 7.
9.6.2021
Bústaðakirkja   Kvöldmessa með sumarlegum blæ sunnudag kl. 20:00 Jónas Þórir og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju annast tónlistina. Sr. Pálmi og Daníel Ágúst Gautason djákni annast þjónustu ásamt messuþjónum. Það er ljúft að ljúka helginni með notalegri stund í kirkjunni. Allir velkomnir.
2.6.2021
Kvöldmessa sunnudaginn 6. júni, sjómannadaginn. Hugguleg stund með léttri tónlist.
27.5.2021
Bústaðakirkja Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00 Létt og sumarleg tónlist flutt af félögum úr Kór Bústaðakirkju og kantor Jónasi Þóri. Messuþjónar og sr. Pálmi þjóna. Allir velkomnir
26.5.2021
Vorferð verður farin miðvikudaginn 26. maí. Brottför frá Bústaðakirkju kl 13:00. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hólmfríði djákna.
19.5.2021
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudaginn 19. júní frá  13-16, prestur verður með hugleiðingu og bæn, Hólmfríður djákni sér um stundina. Þetta verður síðasta samvera í safnaðarsal þetta vorið, miðvikudaginn 26. maí verður farin vorferð. Brottför frá Bústaðakirkju kl 13:00 og heimkoma um kl 18:00. Ferðinni er heitið á Akranes.
19.5.2021
Bústaðakirkja Hvítasunnudagur. Fermingarguðsþjónusta kl 10:30. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Vegna aðstæðna er lítið rými fyrir aðra en fjölskyldur fermingarbarna. Þennan  dag er messan klukkan 10:30 en annars eru messur í sumar kl. 20:00 á sunnudögum.
16.5.2021
Aðal safnaðarfundur Bústaðasóknar verður haldinn sunnudaginn 16.maí kl 19:00 í safnaðarsal Bústaðakirkju. Sóknarbörn eru kvött til þess að mæta og kynna sér starf kirkjunnar í hverfinu. Guðsþjónusta verður í framhaldi í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju. 
12.5.2021
opið hús frá kl 13-16 á miðvikudag. Spil, spjall og góð samvera. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, Jónas Þórir verður við píanóið og óvæntur gestur kemur til okkar með söng og glens. Kaffið góða í betri kantinum og við hlökkum til að sjá ykkur því nú meigum við vera 50 talsins. Engin messa verður á Uppstigningadag við bíðum betri tíðar með hana og tertuhlaðborðið.

Pages