Fréttasafn

6.1.2016
Bústaðakirkja. Barnamessa kl. 11:00 Öflugt og gefandi starf með fræðslu og söng. Brúðuleikhúsið á sínum stað. Umsjón Petra, Daníel, Jónas og Pálmi.   Guðsþjónusta klukkan 14:00. Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn. Organisti Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
21.12.2015
Síðasta prjónakaffi fyrir jól verður 21 desember kl 20:00, við ætlum að hafa það kósý saman, lesin verður jólasaga og boðið uppá heitt súkkulaði og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju
17.12.2015
FÖNDURMESSA KL. 11:00 þann 20. desember. Fyrst er samvera í krkjunni þar sem barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Eftir messu verður föndrað og sötrað súkkulaði í safnaðarheimilinu. Daníel, Petra og Jónas leiða stundina með sóknarpresti.
9.12.2015
Jólasamvera eldriborgarastarfsins verður kl 13:30 á miðvikudaginn 9. desember. Hátíðleg stund í kirkjunni með jólasöngvum, Jónas Þórir kantor spilar undir og leiðir í söng. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og veitingar að hætti Sigurbjargar á eftir. Hlökku til að sjá ykkur sem flest. Hólmfríður djákni og séra Pálmi.
8.12.2015
JÓLASÖNGVAR FJÖLSKYLDUNNAR  Í BÚSTAÐAKIRKJU             Sunnudaginn 13. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar í fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju kl. 11:00.          Þetta er samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund.
3.12.2015
Á aðventunni breytum við til og höfum eina fjölskyldumessu kl. 11:00 alla sunnudaga aðventunnar. Samverustund fyrir alla fjölskylduna með söng og fræðslu. Eftir messu er hressing í safnaðarheimilinu.
2.12.2015
Lúthersk hjónahelgi og Bústaðakirkja halda sitt árlega Aðventu og kynningarkvöld miðvikudaginn 2. desember kl 20:00. Notaleg stund með fallegri tónlist, fram koma: Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, gospelkór Bústaða og Árbæjarkirkju undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Séra Pálmi Matthíasson verður með erindið "Áttu fjársjóð", kynning á Lútherskri hjónahelgi.
30.11.2015
Aðventa Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ með heilögu ljósunum björtum. Andi Guðs leggst yfir lönd yfir sæ og leitar að friði í hjörtum.   En nú virðist fegurðin flúin á braut friðurinn spennu er hlaðinn. Lífsgæðakapphlaup og kauphallarskraut er komið til okkar í staðinn.  
29.11.2015
29. nóvember   Fjölskyldumessa klukkan 11:00. Glaðleg, gefandi og fræðandi samvera þar sem fjölskyldan kemur saman og  allir syngja með. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson sem þjónar ásamt Jónasi Þóri, Petru, Daníel og messuþjónum. Karlar í sóknarnefnd bjóða öllum kirkjugestum í vöfflukaffi að lokinni messu í tilefni að vígsluafmæli kirkjunnar.
29.11.2015
Það var þéttsetin kirkjan okkar á aðventukvöldin í kvöld. Allir kórar kirkjunnar komu fram ásamt fjölda hljóðfæraleikara. Ræðumaður var Jón Pétur Ziemsen skólastjóri í Réttarholtsskóla og honum mæltist vel. Nú á aðventunni verða allar messur sunndaganna kl. 11:00 og ekki messa kl. 14:00.

Pages