Fréttasafn

26.9.2015
Söng- og kórnámskeið verður haldið fyrir 4-5 ára börn í Bústaðakirkju. Námskeiðið verður haldið á laugardögum kl 11:15-12:00 og byrjar laugardaginn 26. september. Námskeiðinu lýkur síðan sunnudaginn 15. nóvember í barnamessu í Bústaðakirkju þar sem börnin munu koma fram og syngja nokkur lög.
24.9.2015
Sunnudagur 3. maí 2015 Barnamessa sunnudag kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Jónas Þórir við hljóðfærið. Petra Eiríksdóttir og Daníel Ágúst Gautason leiða samveruna ásamt sóknarpresti. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.  
21.9.2015
Fyrsta prjónakvöld Bústaðakirkju veður mánudagskvöldið 21. sept. kl 20:00 í safnaðarsal. Góð og nærandi samvera þar sem prjónarar á öllum aldri hittast og bera saman bækur sínar. Veitingar frá Kvenfélagi Bústaðasóknar. Allir hjartanlega velkomnir.
16.9.2015
Félagsstarf eldriborgara hefst með haustferð, upplýsingar og skráning í kirkjunni í s: 553-8500, brottför frá kirkjunni kl 13:00. Ferðin kostar 3500 kr.
16.9.2015
Bústaðakirkja Barnamessa kl. 11:00 Líiflegt og gefandi barnastarf með söng og fræðslu. Umsjón Petra og Daníel Ágúst.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. María Ágústsdóttir Heitt á könnunni eftir messu.  
9.9.2015
Fjölskyldumessa sunnudaginn 13. september kl. 11:00. Gospelkór Árbæjar- og Bústaðakirkju undir stjórn Helgu Vilborgar. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Kynning á nýju starfsfólki kirkjunnar. Fræðsla, fróðleikur, gleði söngur og lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Þessi fjölskyldumessa markar upphaf vetrarstarfsins.
3.9.2015
Nú í haust stendur til að stofna nýjan kór í Bústaðakirkju fyrir krakka í 7. bekk og uppúr. Kórinn mun syngja létta og skemmtilega tónlist og æfingarnar verða skemmtilegar, líflegar og uppbyggilegar. Kórinn mun koma fram við hin ýmsu tækifæri innan kirkjunnar m.a. taka þátt í tónleikum.
2.9.2015
Veturinn 2015-2016 munu þrír barna og unglingakórar starfa í Bústaðakirkju. við byrjum 2. sept. Miðvikudaga kl 16:10-17:00 Barnakór yngri fyrir 1.2. og 3. bekk Miðvikudaga kl 17:10 - 18:00 Barnakór eldri fyrir 4.5. og 6. bekk
1.9.2015
Guðsþjónusta á sunnudag 6. september kl. 11:00 á 14. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu.

Pages