Fréttasafn

29.4.2014
    Nú er lokið við að setja nýjar tröppur sunnan kirkjunnar í staða þeirra sem voru og voru vægast sagt orðnar lélegar. Þetta er mikil bót fyrir fjölmarga sem nota þessar tröppur daglega á leið til og frá kirkju sem og á öðrum leiðum.
29.4.2014
 Vorgleði  og uppskeruhátíð Barna- og Englakórs Bústaðkirkju Þriðjudaginn 29. apríl kl. 18: 00 í Bústaðakirkju     Kórarnir munu flytja vinsælustu lögin af vetrardagskrá sinni. Einsöngvarar úr Barnakór munu stíga stokk
28.4.2014
Halló, halló. Nú verður prjónakaffið mánudagskvöldið 28. apríl, þar sem okkar fasta dag bar upp á annan dag páska. Við hittumst hressar kl. 20:00 og njótum góðgerða og spjöllum saman. Nú leggjum við á ráðin með ferðina okkar í heimsókn til góðra kvenna. Ameríka bíður enn um sinn en hver veit nema það þurfi ekki að vera draumur.
28.4.2014
Messur sunnudaginn 4. maí   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 2.. sunnudagur eftir páska og litur messuklæða er hvítur.
24.4.2014
Messur sunnudaginn 27. apríl   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 1.. sunnudagur eftir páska og litur messuklæða er hvítur.
24.4.2014
Það var mikil þátttaka í hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta í Bústaðahverfi. Fjölmenni var við Grímsbæ og ótrúelgur fjöldi af pylsum grillaður. Þá var kirkjan okkar þéttsetin og síðan var farið í Víkina þar sem hátíðarhöldin héldu áfram. Afmælishlaup Víkings var þátttakendum ekki auðvelt þar sem vindur var all sterkur á móti. En allir skiluðu sér í mark.
20.4.2014
Hátíðarguðsþjónusta kl 8:00 á Páskadagsmorgun. Séra Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Einsöngvarar í messunni verða Gréta Hergils, Edda Austmann og Jóhann Friðgeir. Bústaðakór syngur og kantor Jónas Þórir spilar og stjórnar söng, trompetleikur Gunnar Óskarsson.
13.4.2014
Karlakór Stór- Kapítulans í Finnlandi ásamt einsöngvurum, verður með styrktartónleika í Bústaðakirkju 13. apríl 2014  kl 20:00. Stjónandi er Gunnar Döragrip. Aðgangseyrir er frjáls, frjáls framlög við innganginn. Allir hjartanlega velkomnir sem vilja hlusta á góða tónlist og styrkja gott málefni í leiðinni.  
12.4.2014
Sumarhátíð í Bústaðahverfi.       Kl: 12:00 Grillað í Grímsbæ með Víkingum og 10-11. Kl: 13:00 Gengið úr Grímsbæ í Bústaðakirkju undir taktföstum tónum Skólahljómsveitar Austurbæjar. Kl: 13:20 Dagskrá í Bústaðakirkju.

Pages