Fréttasafn

26.8.2015
Guðsþjónusta á sunnudag 30. ágúst kl. 11:00 á degi kærleiksþjónustunnar. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu.
19.8.2015
Guðsþjónusta á sunnudag 23. ágúst kl. 11:00 Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega boðuð til messunnar. Félagar úr Kór Bústaðakirkju flytja létta og sumarlega tónlist undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
13.8.2015
Nú hefst fermingarstarfið með námskeiði 17. ágúst til 21. ágúst milli klukkan 09:00 og 11:30. Námskeiðið verður í Bústaðakirkju. Gott er að hafa smá nesti með sér til að eiga orku fyrir daginn. Allar bækur og skriffæri eru til staðar í kirkjunni. Verkefnabókin sem allir þurfa eiga fæst í kirkjunni og kostar 1.000 krónur. Kaupið hana á skrifstofunni á mánudaginn.
13.8.2015
Þetta er 11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Jónas Þórir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Messuþjónar aðstoða. Fermd verða frændsystkinin Kolbrún María Másdóttir búsett í Dubai og Leó Ásgeirsson Bjarmalandi 7.
5.8.2015
Guðsþjónusta á sunnudag 9. ágúst kl. 11:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
21.7.2015
Sumarmessa kl. 11:00 og ferming tveggja ungmenna. Falleg tónlist og ljúf samvera með bæn lofgjörð. Gréta Hergils Valdimarsdóttir syngur einsöng. Kór Bústaðakirkju syngur, kantor Jónas Þórir við hljóðfærið. Fermd vera Arna Steinunn Mathiesen búsett á Ítalíu og Úlfar Smári Jónsson búsettur í Belgíu. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
13.7.2015
Sumarmessa sunnudag 19. júlí kl. 11:00 Kór Bústaðakirkju syngur. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Organisti Katalin Lorincz Munið; nú er sumartími á messum.   Ritningarlestrar dagsins eru:  
8.7.2015
Sumarmessa kl. 11:00 sunnudaginn 12. júlí 2015 Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Allir hjartanlega velkomnir. lestrar dagsins:
2.7.2015
Jónas Þórir, organisti Bústaðakirkju, leikur á stóra Klais orgelið í Hallgrímskirkju kvikmyndatónlist eftir John Williams og Ennio Morricone. Unnið verður úr frægum stefjum m.a. úr Star Wars, Harry Potter, Schindler's List, Jurassic park, Indiana Jones, Good bad and the ugly, Once upon a time in the west og Gabriels oboe úr The Mission. Miðaverð er 2000 kr.
2.7.2015
GUÐSÞJÓNUSTA SUNNUDAGINN 5. JÚLÍ KL. 11:00 FERMD VERÐUR GUÐRÚN LILJA ÞORKELSDÓTTIR FRÁ BANDARÍKJUNUM. KÓR BÚSTAÐAKIRKJU SYNGUR ORGANISTI OG KÓRSTJÓRI KANTOR JÓNAS ÞÓRIR. MESSUÞJÓNAR AÐSTOÐA. HEITT Á KÖNNUNNI EFTIR MESSU. PRESTUR SR. PÁLMI MATTHÍASSON. ALLIR VELKOMNIR.     HÉR ERU TEXTAR DAGSINS

Pages