Fréttasafn

11.2.2014
Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafa skipulagt færni og sjálfstyrkingarnámskeið sem hefst mánudaginn 17. febrúar. "lærðu að gera það sjálf/ur" gæti allt eins verið yfriskrift námskeiðsins því markmiðið er að þátttakendur læri að nota saumavél til að gera við flíkur og breyta notuðu í nýtt. Matreiðslumaður kennir þátttakendum að nýta afganga og búa til veislumat fyrir lítinn aur.
10.2.2014
Aðalfundur Kvenfélags Bústaðasóknar er í kvöld kl 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Súpa og brauð að hætti félagskvenna. Sjáumst hressar.
6.2.2014
Það verður gleði og gaman í barnamessunni kl. 11 í Bústaðakirkju. Við ætlum að fræðast um það hvað Jesús kennir okkur um samskiptin við aðra. Svo koma barna- og englakórinn í heimsókn og syngja fyrir okkur. Hún Svava Kristín stjórnar báðum kórunum. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða stundina og Jónas Þórir situr við flygilinn eins og endranær.
29.1.2014
Þorrablót í starfi eldriborgara verður miðvikudaginn 29 janúar og hefst kl 12:30. Góður matur, skemmtilegir gestir, harmonikkuleikur, fjör og gaman. skráning í síma 553-8500 fyrir kl 12:00 á hádegi þriðjudaginn 28. janúar.
29.1.2014
Í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju verður meðal annars sagt frá honum Sakkeusi sem hitti Jesú og lesið guðspjallið um það þegar Jesús kyrrir storminn.    11:00 Barnamessa. Í dag fáum við að heyra söguna um hann Sakkeus. Bára og Daníel leiða stundina og Jónas Þórir leikur af fingrum fram á flygilinn.   14:00 Guðsþjónusta
23.1.2014
Á sunnudögum er mikið um að vera í Bústaðakirkju.  
17.1.2014
Á sunnudaginn kemur verður mikið um að vera í Bústaðakirkju.   
14.1.2014
Samverustund Heldriborgar er á miðvikudögum. Góður gestur kemur í heimsókn með gítarinn og syngur og trallar með okkur. Kaffiveitingar eins og vant er og kosta 500kr. Hægt er að hringja í kirkjuna að morgni og panta bíl, síminn er 553-8500. Sjáumst hress.
13.1.2014
fyrsti fundur ársins er í kvöld í Bústaðakirkju kl 20:00 við ætlum að spjalla og spila líka bingó. Kaffi og vöfflur. Allar konur velkmonar.
8.1.2014
Fyrsta samvera ársins verðu miðvikudaginn 8. janúar. Gestur verður séra Árni Svanur Daníelsson. En hann leysir af hér í kirkjunni á meðan sr. Pálmi Matthíasson er í námsleyfi. Hlökkum til að sjá ykkur, kaffið verður á sínum stað og hægt er að hringja og panta bíl fyrr um morguninn. Gjaldskrá er sú sama.

Pages