Fréttasafn

1.4.2014
Messur sunnudagana 6. og 13. apríl.   Fermingarmessur verða kl. 10:30 og 13:30 báða dagana og það eru allir velkomnir í þessar messur. Fermingin er mikilvægur þáttur í starfi sérhvers safnaðar og eru sóknrbörn hvött til þátttöku í þessum messum. Meðan fermingar eru er ekki barnamessa. Messuþjónar aðstoða og prestur er Pálmi Matthíasson.
30.3.2014
Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar verður haldinn, sunnudaginn 30. mars  kl. 13:00. Boðið verður upp á súpu og kaffi. Að loknum fundi verður messa kl 14:00. Á dagskrá eru venuleg aðalfundarstörf. Hvetjum alla til þess að mæta. Sóknarnefnd.
27.3.2014
Messur sunnudaginn 30. mars   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar kl. 13:00   Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Kristján Björnsson í Eyjum prédikar. Frímúrarakórinn syngur ásamt félögum úr kór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris.
26.3.2014
Starf eldriborgara er eins og vant er á miðvikudögum kl 13:00. Félagar úr barna og unglingakór kirkjunnar koma í heimsókn. Spilað og föndrað. Kaffiveitingar að hætti Sigurbjargar. Allir hjartanlega velkomnir.
19.3.2014
Messur sunnudaginn 23. mars   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Antoniu Hevesi. Þetta er 3. sunnudagur í föstu og litur messuklæða er fljólublár.
17.3.2014
Prjónakaffi í Bústaðakirkju. Við fáum Prjónasmiðju Tínu í heimsókn, stundin hefts kl 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélagið sér um kaffiveitingarnar, frjáls framlög i kaffisjóðinn.
13.3.2014
Barnamessa sunnudag kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Jónas Þórir og Gunnar Óskarsson leika á hljóðfæri. Bára Elíasdóttir og Daníel Gautason leiða samveruna ásamt sóknarpresti. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.
6.3.2014
  Barnamessa kl 11:00 Lífleg samvera með bæn, lofgjörð og fræðslu. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl 14:00 kór Bústaðkirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris Kantors. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr.Pálmi Matthíasson. Molasopi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.   Textar dagsins eru:  

Pages