Fréttasafn

22.6.2015
Sumarmessa sunnudaginn 28. júní kl. 11:00 Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Tvíburaskírn. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Organisti er kantor Jónas Þórir. Þetta er 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn.
16.6.2015
Sumarmessa sunnudaginn 21. júní kl. 11:00 Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Fermdur verður Magnús Hjaltalín Jónsson frá Svíþjóð. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Organisti Eyþór Fransson Wechner.
11.6.2015
Sumarmessa kl. 11:00 sunnudaginn 14. júní 2015 Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Allir hjartanlega velkomnir.   lestrar dagsins:
2.6.2015
SJÓMANNAMESSA Í BÚSTAÐAKIRKJU RÆÐUEFNI TRÚ SJÓMANNA                Á sjómannadaginn verður sjómannamessa í Bústaðakirkju kl. 11.00 árdegis. Ræðuefni verður trú sjómanna. Messuþjónar annast bæna og ritningarlestra.         
27.5.2015
Guðsþjónusta á þrenningarhátíð 31. maí kl. 11:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.
21.5.2015
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11:00 Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Munið; nú er sumartími á messum.  
20.5.2015
Ferð félagsstarfs eldriborgara verður farin kl 12:30 á miðvikudaginn. Við stefnum á suðurlandið  skoðum okkur um og fáum góðar kaffiveitingar. Það kostar 4500 kr í ferðina. Enn er hægt að skrá sig í ferðina í síma 5538500. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk.
18.5.2015
Í ár ljúkum við samverum okkar með ferðalagi til Þorlákshafnar. Við heimsækjum veitingastað og Gallery.   Við förum frá Bústaðakirkju kl. 19:00.
15.5.2015
Morgunmessa 17. maí kl. 11:00 Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Munið breyttan messutíma, nú er sumartími á messum.  
10.5.2015
Uppstigningardagur - dagur eldri borgara Guðsþjónusta kl. 14:00. Ræðumaður Pétur Bjarnason fv. Framkvæmdarstjóri SÍBS. Glæður kór Kvenfélags Bústaðasóknar syngur, stjórnandi  Ásta Haraldsdóttir.

Pages