Fréttasafn

6.1.2021
Í gleðinni yfir því að mega hitta ykkur frá og með morgundeginum, þá gleymdist að huga að prófum hjá ykkur þessa vikuna.   Mér var bent á að þið væruð öll á fullu í próflestri. Það komu fallegir póstar frá nokkrum ykkar og líka foreldrum, sem óska eftir að byrja eftir viku.  
3.1.2021
Hérna er linkurinn á Facebook: https://www.facebook.com/bustadakirkja/videos/444182823623620   Hérna er linkurinn á YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=miq39dRcwZ0&feature=youtu.be  
2.1.2021
Fyrsta barnamessa ársins er mætt til að minna okkur á að jólin eru ekki búin! Við erum ennþá í hátíðarskapi og ætlum að syngja nokkur jólalög saman. Við heyrum söguna af því þegar Jesús var 12 ára og Danni kennir okkur mjög metnaðarlaust föndur. Og auðvitað kíkja Rebbi og Vaka í heimsókn! Gjörið svo vel kæru vinir. Hér er hægt að horfa á stundina á YouTube:
31.12.2020
Aftansöngur verður sendur út á Facebook síðu kirkjunnar og YouTube síðu Fossvogsprestakarls kl 18:00 á gamlársdag. Séra Pálmi Matthíasson þjónar og predikar, Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet. Ôskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir liðin ár.
26.12.2020
Við færum ykkur jólastund barnanna beint heim í stofu. Danni, Sóley og Jónas eru í sannkölluðu jólaskapi. Við syngjum saman, fáum heimsókn frá Rebba og Mýslu og heyrum söguna um þorpið sem að gleymdi næstum því jólunum. Jónas leiðir tónlistina meistaralega á flyglinum og við hvetjum ykkur öll til að syngja með. Gleðileg jól. Hér er hægt að horfa á stundina á YouTube:
21.12.2020
Á heimasíðu Grensáskirkju má horfa á fjórðu aðventustund barnanna þar sem við loksins kveikjum á öllum kertunum á aðventukransinum  
21.12.2020
HÉR ER LINKUR INN Á AFTANSÖNG Á AÐFANGADAG KL. 18:00     www.sonik.is/bustadakirkja     HÉR ER LINKUR INN Á HÁTÍAÐARMESSU Á JÓLADAG KL. 14:00  
13.12.2020
  Aftansöngur í Bústaðakirkju aðfangadag kl. 18:00: www.sonik.is/bustadakirkja   Hátíðarmessa i Grensáskirkju jóladag kl. 14:00 www.sonik.is/grensaskirkja     
13.12.2020
Aðventustundar barnanna er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Í dag kveikjum við á þriðja kertinu, hirðakertinu, sem er einnig kallað kærleikskertið. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í heimsókn. Túlkur frá SHH túlkar alla þættina.

Pages