Kvöldbænir

 

Vertu nú yfir og allt um kring 
með eilífri blessun þinni. 
Sitji Guðs englar saman í hring 
Sænginni yfir minni. 
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum) 
 
 
Nú legg ég augun aftur, 
ó, Guð, þinn náðarkraftur 
mín veri vörn í nótt. 
Æ, virst mig að þér taka, 
mér yfir láttu vaka 
þinn engil svo ég sofi rótt. 
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson) 
 
 
Ég fel í forsjá þína, 
Guð faðir, sálu mína, 
því nú er komin nótt. 
Um ljósið lát mig dreyma 
og ljúfa engla geyma, 
öll börnin þín svo blundi rótt. 
(Matthias Jochumsson) 
 
 
Láttu nú ljósið þitt 
loga við rúmið mitt. 
Hafðu þar sess og sæti, 
signaði Jesús mæti. 
(Höf. ókunnur) 
 
 
Ég fel í sérhvert sinn 
sál og líkama minn 
í vald og vinskap þinn 
vörn og skjól þar ég finn 
(Hallgrímur Pétursson) 
 
 
Legg ég nú bæði líf og önd, 
ljúfi Jesús, í þína hönd, 
síðast þegar ég sofna fer 
sitji Guðs englar yfir mér 
(Hallgrímur Pétursson)