Morgunbænir

 

Vertu, guð faðir, faðir minn, 
í frelsarans Jesú nafni, 
hönd þín leiði mig út og inn, 
svo allri synd ég hafni. 
(Hallgrímur Pétursson Ps. 44) 
 
 
Nú er ég klæddur og kominn á ról, 
Kristur Jesús veri mitt skjól, 
í guðsóttanum gef þú mér 
að ganga í dag svo líki þér. 
 
Verkin mín,Drottinn, þóknist þér, 
þau láttu allvel takast mér, 
ávaxtasöm sé iðjan mín, 
yfir mér vaki blessun þín. 
(Hallgrímur Pétursson) 
 
 
Leiddu mína litlu hendi, 
ljúfi faðir þér ég sendi. 
Bæn frá mínu brjósti sjáðu, 
blíði Jesú að mér gáðu. 
 
Hafðu gát á hjarta mínu, 
halt mér fast í spori þínu, 
að ég fari aldrei frá þér, 
alltaf Jesús, vertu hjá mér. 
 
Um þig alltaf sál mín syngi 
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. 
Gef ég verði góða barnið, 
geisli þinn á kalda hjarnið. 
(Ásmundur Eiríksson)