Sæluboðorðin

 

“ Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. 
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. 
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. 
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, 
 
því að þeir munu saddir verða. 
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. 
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. 
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. 
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. ” 
 
(Matt. 5. 3-10)